Í frétt fotbolta.net segir Sigurður K. Pálsson framkvæmdastjóri Vals að Valur vilji að mótið verði spilað við betri umgjörð og á öðrum leikvöllum. Hann telur sjarma, reisn og virðingu þessa móts nánast horfið. Reykjavíkurmótið hefur verið haldið í karlaflokki sleitulaust síðan 1915.
„Valur skorar á ÍBR að stórbæta umgjörð, utanumhald, leikjadagskrá og bæta við verðlaunafé og hefja þetta fornfræga mót aftur til virðingar,“ er haft eftir Sigurði á fotbolta.net. Í fréttinni koma fram kröfur Vals.
-Valur hefur farið fram á að leika sina leiki á sínum leikvelli eða sambærilegum gervigrasvöllum í borginni (ÍR, KR, Víkingur, Fylkir, Leiknir, Valur, Fjölnir, Fram, Þróttur hafa öll ágætis gervigrasvelli til umráða á sínum svæðum)
- Núverandi umgjörð er lítil sem engin
- Klefar og umhirða í kringum varamannaskýli ekki boðleg
- Leikdagar og leiktími seint á kvöldin
- Grasið / undirlagið ekki vökvað og slysahætta veruleg - ÍBR hefji mótið aftur til vegs og virðingar ella leggi það einfaldlega niður.