Real Madríd vann í hörkuleik

epa08842411 Real Madrid's Rodrygo (L) scores against Inter Milan's goalkeeper Samir Handanovic during the UEFA Champions League Group B soccer match between Inter and Real Madrid at Giuseppe Meazza stadium in Milan, Italy, 25 November 2020.  EPA-EFE/MATTEO BAZZI
 Mynd: EPA-EFE - ANSA

Real Madríd vann í hörkuleik

25.11.2020 - 22:04
Leikið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Borussia Mönchengladbach er komið í góða stöðu eftir 4-0 sigur á Shakhtar Donetsk í B-riðli. En í sama riðli mættust Inter Milan og Real Madrid og þar var mikið undir.

 

Real var fyrir leikinn með fjögur stig í riðlinum, og Inter með tvö. Strax á sjöundu mínútu fékk Real vítaspyrnu eftir að Nicolò Barella braut á Nacho innan teigs. Eden Hazard fór á punktinn, og skoraði. Og Real þar með komið í forystu, 1-0. Á 33. mínútu féll Arturo Vidal innan teigs, en dómarinn dæmdi ekkert, Vidal var vægast sagt ósáttur með það, sem endaði með því að dómarinn gaf Vidal- gult.. og svo annað gult. Og heimamenn í Inter Milan orðnir manni færri. 1-0 stóð í leikhléi en eftir tæplega klukkustundar leik tvöfaldaði Rodrygo forystu Real Madrid, 2-0. Það urðu lokatölur og Real því í öðru sæti riðilsins stigi á eftir Borussia Mönchengladbach.

Og Liverpool fékk Atalanta í heimsókn á Anfield. Liverpool var búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, Atalanta var hins vegar með fimm og í harðri baráttu við Ajax um að komast upp úr riðlinum. Það var markalaust í leikhléi en á sextugustu mínútu var það Josip Iličić sem kom gestunum frá Ítalíu yfir, staðan 1-0. Örfáum mínútum síðar var það svo Robin Gosens sem tvöfaldaði forystu Atalanta og staðan 2-0. Það urðu lokatölur, en á sama tíma vann Ajax Midtjylland og Ajax og Atalanta því jöfn með 7 stig á eftir Liverpool í efsta sætinu.

Og Manchester City er komið áfram úr C-riðli eftir 1-0 sigur á Olympiakos. Eina mark leiksins gerði Phil Foden á 36. mínútu. 

Nánar má sjá um úrslit kvöldsins í riðlunum hér fyrir neðan.

A-riðill:
Bayern 3 - 1 Salzburg
1-0 Robert Lewandowski ('42 )
1-1 Maximilian Wober ('52 , sjálfsmark)
2-1 Leroy Sane ('68 )
3-1 Mergim Berisha ('73 )
Rautt spjald: Marc Roca, Bayern ('66)

Atletico Madrid 0 - 0 Lokomotiv

B-riðill:
Inter 0 - 2 Real Madrid
0-1 Eden Hazard ('7 , víti)
0-2 Achraf Hakimi ('59 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Arturo Vidal, Inter ('33)

C-riðill:
Marseille 0 - 2 Porto
0-1 Zaidu Sanusi ('39 )
0-2 Sergio Oliveira ('72 , víti)
Rautt spjald: Marko Grujic, Porto ('67), Leonardo Balerdi, Marseille ('70)

D-riðill:
Liverpool 0 - 2 Atalanta
0-1 Josip Ilicic ('60 )
0-2 Robin Gosens ('64 )

Ajax 3 - 1 Midtjylland
1-0 Ryan Gravenberch ('47 )
2-0 Noussair Mazraoui ('49 )
3-0 David Neres ('66 )
3-1 Awer Mabil ('81 , víti)