Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Mannskaði við Kanaríeyjar

25.11.2020 - 11:53
Erlent · Afríka · kanaríeyjar · Spánn · Evrópa
epa08840670 Members of the emergency services transfer a body as they continue the search of missing migrants after 27 migrants were rescued after their small fishing boat sank off the coast in Lanzarote, Canary Islands, Spain, 25 November 2020. A total of 27 people have been rescued alive while eight bodies have been found from the group of 37 migrants that are believed were traveling on board the fishing boat. Rescue services continue searching the area.  EPA-EFE/JAVIER FUENTES FIGUEROA
Leitar- og björgunarfólk að störfum á Lanzarote í morgun. Mynd: EPA-EFE - EFE
Fjórir hafa fundist látnir eftir að báti flóttamanna og hælisleitenda hvolfdi nærri Kanaríeyjum í gær, skammt norður af eynni Lanzarote. Nokkurra er saknað, en um þrjátíu og fimm voru í bátnum.

Að sögn yfirvalda á Kanaríeyjum er verið að leita að öðrum báti sem hafi verið á sömu leið. Um 18.000 flóttamenn og hælisleitendur hafa komið með bátum frá meginlandi Afríku til Kanaríeyja á þessu ári, tíu sinnum fleiri en allt árið í fyrra.

Stjórnvöld á Spáni áforma að koma upp búðum á Kanaríeyjum fyrir um 7.000 manns, en jafnframt þrýsta á Afríkuríki að reyna að hindra för fólks yfir til eyjanna.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV