
Gjaldskrá Landsnets hækkar um tæp tíu af hundraði
Miklar og framkvæmdir í flutningskerfinu séu meginástæða hækkunarinnar en þeim sé ætlað að tryggja landsmönnum öruggt aðgengi að rafmagni. Óveður síðasta vetrar hafi afhjúpað veikleika kerfisins sem hafi aukið þrýsting á Landsnet að leggjast í úrbætur um land allt.
Frá vordögum hafi Landsnet rætt án árangurs við stjórnvöld um möguleika á auknu svigrúmi til innheimtu tekna svo komast mætti hjá hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins.
Meðal þeirra framkvæmda sem Landsnet fyrirhugar eru hringtengingar Sauðárkróks og Dalvíkur auk yfirbyggingar tengivirkjana í Hrútatungu og Breiðadal.
Auk þess þurfi að styrkja Kópaskerslínu en allir þessir staðir hafi orðið illa úti í óveðrinu í desember. Óveðrið í janúar reyndi verulega á kerfið á Suðurlandi og samkvæmt tilkynningunni frá Landsneti eru framkvæmdir áætlaðar til að styrkja kerfið þar og auka afhendingaröryggi í Vestmannaeyjum.