Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Efnahagslega neyðin rétt að hefjast

25.11.2020 - 17:18
epa08840820 Britain's Chancellor of the Exchequer Rishi Sunak leaves 11 Downing Street ahead of announcing his annual; spending review in Parliament London, Britain 25 November 2020. Sunak will unveil the government's spending plans for the coming year. The Spending Review includes details on public sector pay, NHS funding and money for the devolved administrations in Northern Ireland, Scotland and Wales.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Efnahagslegt neyðarástand Breta er rétt svo að hefjast, sagði Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, í breska þinginu þegar hann boðaði aðgerðir til að sporna gegn vaxandi ríkisútgjöldum.

Útlit er fyrir að breska hagkerfið dragist saman um rúmlega ellefu prósent í ár og að lántökur breska ríkisins verði nítján prósent af landsframleiðslu. Bretar hafa ekki áður skuldsett sig svo mikið á friðartímum. Atvinnuleysi nær hámarki næsta sumar ef spár ganga eftir, þá gætu 2,6 milljónir verið án vinnu.

„Neyðarástandið í heilbrigðismálum er ekki að baki og efnahagslegt neyðarástand okkar er rétt svo að hefjast,“ sagði Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, á þingi í dag. Hann lagði til að laun opinberra starfsmanna yrðu fryst, þó með þeirri undantekningu að einn hópur fengi umsamdar launahækkanir. Það er starfsfólk í breska heilbrigðiskerfinu. Að auki vill hann draga úr útgjöldum Breta til þróunaraðstoðar, úr 0,7 prósentum í 0,5 prósent af landsframleiðslu, þvert á kosningaloforð flokksins.