Diego Maradona látinn

** ADVANCE FOR WEEKEND EDITONS, MAY 29-30 **  FILE - In this June 29, 1986 file photo, Diego Maradona of Argentina, is lifted up as he holds the World Cup trophy after Argentina defeated West Germany 3-2 in the World Cup soccer final in the Atzeca Stadium
Maradona vann HM árið 1986 og var valinn besti leikmaður mótsins. Mynd:

Diego Maradona látinn

25.11.2020 - 16:37
Argentínumaðurinn Diego Armando Maradona, einn besti fótboltamaður sögunnar er látinn, sextugur að aldri. Hann lést í dag í Tigre í Argentínu.

Greint er frá andlátinu meðal annars á vef El País. Hann fór í aðgerð vegna blóðtappa í heila í byrjun nóvember sem gekk vel. Talið er að hann hafi látist af völdum hjartaáfalls.

Maradona hefur lengi verið nefndur sem einn besti fótboltamaður allra tíma. Hann varð heimsmeistari með Argentínu á HM 1986 og lék með liðinu aftur til úrslita á HM fjórum árum síðar, 1990 en þá tapaði Argentína fyrir Vestur-Þýskalandi. Maradona varð tvívegis ítalskur meistari með Napoli og vann argentínska titilinn með Boca Juniors. Þá spilaði hann líka með Barcelona og Sevilla.

Maradona var þjálfari argentínska félagsliðsins Gimasia de La Plata þegar hann lést. Áður stýrði hann fleiri liðum í Argentínu, auk liða í Mexíkó og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá var hann um skeið landsliðsþjálfari Argentínu og var með liðið á HM 2010 í Suður-Afríku. Maradona hefur oft verið nefndur í sömu andrá og Brasilíumaðurinn Pelé þegar rætt er um bestu fótboltamenn allra tíma. Á síðustu árum hafa þó Lionel Messi og Cristiano Ronaldo líka verið nefndir sem þeir bestu.