
Bjartsýnir kaupahéðnar komu Dow-Jones yfir 30.000 stig
Svo mikilli bjartsýni, að það þarf að leita aftur til ársins 1980 til að finna jafn mikinn uppgang í bandarískum kauphöllum í nóvembermánuði, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum.
Óstaðfestar fréttir af nýjum fjármálaráðherra auka bjartsýni
Auk valdaskiptanna og bóluefnanna er talið að fréttir af væntanlegri skipun Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóra, í embætti fjármálaráðherra Biden-stjórnarinnar, hafi haft sitt að segja um handaganginn í verðbréfaöskjunni í gær, þrátt fyrir að þær fréttir hafi ekki verið staðfestar enn.
Boeing og Tesla hækkuðu mikið
Meðal stórfyrirtækja sem högnuðust vel í viðskiptum gærdagsins eru Boeing og Tesla. Hlutabréf í Boeing hækkuðu um 3,3 prósent, og er það einkum rakið til frétta af því, að 737 Max-þota fyrirtækisins hefur ýmist þegar fengið eða mun næsta örugglega fá flugleyfi á ný á öllum helstu flugleiðum heims, eftir ríflega eins og hálfs árs flugbann.
Hlutabréf í Tesla hækkuðu enn meira, eða um 6,4 prósent og er fyrirtækið nú metið á yfir 500 milljarða Bandaríkjadala, meira en Volkswagen, General Motors, Ford, Fiat Chrysler og franski bílarisinn Group PSA (Citroen, Peugeot, Opel, Vauxhall) samanlagt.