Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Umdeild fjárlög Gvatemala dregin til baka

24.11.2020 - 02:41
epa08836694 A view of the exterior of the Congress of the Republic, after yesterday's demonstrations in Guatemala City, Guatemala 22 November 2020. The president of Guatemala, Alejandro Giammattei, met this Sunday in private with his officials and members of civil society in the midst of the political crisis that overwhelms the country after the burning of Congress on 21 November and a massive demonstration against it.  EPA-EFE/EDWIN BERCÍAN
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Þing Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala dró umdeild fjárlög ríkisins til baka í gær. Mótmælendur höfðu sig mjög í frammi um helgina, kröfðust afsagnar Alejandros Giammattei forseta og báru eld að þinghúsinu.

Kveikja mótmælanna var úrræðaleysi stjórnvalda gagnvart útbreiðslu kórónuveirunnar og heift í garð fjárlaganna sem gerðu ráð fyrir háum greiðslum til innviðauppbyggingar sem talið var að rynnu beint til stórfyrirtækja.

Allan Rodriguez, forseti þingsins, segir fjárlögin hafa verið dregin til baka svo hægt verði að viðhalda stjórn í landinu og innanlandsfriði. „Nú verður hægt að ræða hvernig landinu skuli stjórnað,“ segir Rodriguez.

Þingið, sem er að stórum hluta skipað íhaldssinnuðum stjórnmálaflokkum hliðhollum ríkisstjórn landsins, þarf að samþykkja ný fjárlög fyrir 30. nóvember næstkomandi.