
Trump lúffar og leyfir Biden að undirbúa valdaskiptin
Stofnunin hefur haldið að sér höndum en Emily Murphy, forstöðumaður hennar, þvertekur fyrir að það hafi verið vegna pólítísks þrýstings frá Hvíta húsinu. Nú hefur hún staðfest í bréfi að nú megi hefja valdaskiptin.
Svo virðist sem Donald Trump forseti hafi loks sætt sig við úrslit kosninganna en hann skrifaði á Twitter að tímabært væri að stofnunin gerði það sem henni bæri að gera.
Hann bætti þó við að lögfræðiteymi hans muni halda áfram baráttu sinni og hann sé sannfærður um að hafa betur að lokum.
Murphy staðfestir í bréfinu að sigur Biden sé formlega staðfestur. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir að niðurstöður kosninganna í Michigan-ríki lágu endanlega fyrir.
Ákvörðun stofnunarinnar þýðir að nú hafa Biden og hans fólk aðgang að sjóðum ríkisins, skrifstofum og opinberan aðgang að embættismönnum alríkisins.
Yohannes Abraham, sem hefur yfirumsjón með valdaskiptunum fyrir hönd Bidens, segir að á næstu dögum verði fundað með embættismönnum meðal annars um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og stöðu ríkisöryggismála.