Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tikynningum um heimilisofbeldi fjölgar

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Fleiri tilkynningar hafa borist um heimilisofbeldi á þessu ári en á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.

Þetta kemur fram í tölum um afbrot, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur saman í hverjum mánuði. Í október voru skráð 848 brot á hegningarlögum. Þeim hefur fjölgað því að í september voru tilkynningarnar 787.

Tilkynnt var um 30 kynferðisbrot í október. Það er mikil fjölgun frá því í september þegar tilkynnt var um 17 kynferðisbrot. Tilkynningarnar eru samt færri en að meðaltali á árunum 2017 til 2019.

Í október voru 7 tilvik þar sem lögreglumenn voru beittir ofbeldi eða hótað ofbeldi. Það eru fleiri tilvik en í september.

Færri fíkniefnabrot voru skráð í október en september. Tilkynningar um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna voru líka færri í október en september.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fleiri tilkynningar um þjófnað í október en september. Þó voru færri innbrot tilkynnt.

Í október voru skráð 709 brot á umferðarlögum og voru þau færri en í september. Á þessu ári hafa færri brot á umferðarlögum verið skráð en á hverju áranna 2017 til 2019.

 

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur