Ótrúlegur Håland skoraði tvívegis

epa08839869 Dortmund's Erling Haaland (L) in action against Brugge's Simon Deli (R) as he scores the opening goal during the UEFA Champions League group F soccer match between Borussia Dortmund and Club Brugge in Dortmund, Germany, 24 November 2020.  EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Ótrúlegur Håland skoraði tvívegis

24.11.2020 - 21:55
Norðmaðurinn Erling Braut Håland hélt áfram að raða inn mörkum í Meistaradeildinni í kvöld er Dortmund mætti Club Brugge í F-riðlinum.

Håland skoraði tvö mörk fyrir Dortmund og Jadon Sancho eitt í 3-0 sigri Dortmund sem hélt toppsæti riðilsins. Håland er nú búinn að skora 16 mörk í 12 leikjum í Meistaradeildinni. 
 

Dortmund er nú með 9 stig, einu stigi ofar en Lazio en Lazio vann Zenit St. Pétursborg í kvöld, 3-1. Ciro Immobile skoraði tvö marka Lazio og Marco Parolo eitt, en Artem Dzyuba skoraði fyrir Zenit.

Í D-riðlinum átti Barcelona í litlum vandræðum með Dynamo Kyiv á útivelli í kvöld en Börsungar unnu 4-0 sigur. Daninn Martin Braithwaite skoraði tvö mörk fyrir Barcelona og Sergino Dest og Antoine Griezmann sitt markið hvor.Barcelona er nú komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Juventus komst sömuleiðis áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa tryggt sér 2-1 sigur á ungverska liðinu Ferencvaros í uppbótartíma, 2-1. Þeir ungversku komust yfir á 19. mínútu en Portúgalinn Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 35. mínútu og Alvaro Morata tryggði Juventus svo stigin þrjú þegar komið var í uppbótartíma. 

Í H-riðlinum vann Manchester United 4-1 sigur á Istanbul Baseksehir en United komst í 3-0 með tveimur mörkum frá Bruno Fernandes og einu frá Marcus Rashford. Deniz Turuc klóraði í bakkann fyrir Istanbul þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Daniels James sá svo um að klára leikinn fyrir United í uppbótartíma, lokatölur 4-1. Í sama riðli mættust PSG og RB Leipzig og þar var það mark Neymars úr vítaspyrnu á 11. mínútu sem reyndist sigurmark PSG. United sigur á toppi riðilsins með 9 stig. PSG og RB Leipzig koma þar á eftir með sex stig en Istanbul rekur lestina með þrjú stig.