Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Norðaustanátt 8-15 metrar en bjart með köflum

24.11.2020 - 06:36
Mynd með færslu
 Mynd: Lára Ómarsdóttir - RÚV
Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og dálítil snjókoma eða él er á norð- og austanverðu landinu í dag, en annars bjart með köflum. Hiti er á bilinu 0 til 6 stig suðaustantil, en frost annars 0 til 8 stig. Þetta kemur fram í veðurspá Veðurstofu Íslands.

Norðlægari og heldur hægari síðdegis, en lægir í kvöld og nótt. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Suðaustan 15-23 og slydda eða snjókoma undir kvöld en rigning á láglendi um miðnætti. Mun hægari og þurrt að kalla austantil. Hlýnar í veðri. 

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg austlæg átt og bjartviðri, en norðlægari í kvöld. Frost 0 til 6 stig. Vaxandi suðaustan síðdegis á morgun, 13-23 annað kvöld, hvassast á Kjalarnesi. Snjókoma eða slydda og síðar rigning. Hlýnar í veðri.

Horfur á landinu næstu daga (stutt lýsing): Vaxandi suðlæg átt á miðvikudag og fer að snjóa V-lands seinnipartinn, slydda eða rigning þar seint um kvöldið, en 

Veðurhorfur næstu daga

Vaxandi suðaustanátt með ofankomu seint á morgun. Færð, einkum á fjallvegum um landið vestanvert getur spillst á skömmum tíma. Hvassviðri eða stormur þegar líður á kvöldið og úrkoma færist yfir í rigningu á láglendi. Hlýnar hratt í veðri. 

Hægari átt og úrkomulítið eystra. Síðan suðvestanáttir með éljum sunnan- og vestanlands.

Á fimmtudag:
Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri.

Á föstudag og laugardag:
Suðvestanátt og él, en bjartviðri NA-lands. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Suðlæg átt og víða þurrt og fremur svalt, en snjókoma eða slydda á köflum S- og V-lands og hiti um frostmark.

Á mánudag:
Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með rigningu S- og V-til og hiti 1 til 6 stig.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV