Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Lögregla leysir upp flóttamannabúðir í miðborg Parísar

24.11.2020 - 04:14
epa08825108 French police forces evacuate migrants from a makeshift migrant camp set under the A1 freeway in Saint-Denis, north of Paris, France, early 17 November 2020. French forces dismantled a migrant camp in Paris's northern suburb early in the morning and evacuated about 2,500 refugees.  EPA-EFE/YOAN VALAT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregla beitti táragasi í gærkvöldi þegar hún leysti upp flóttamannabúðir sem komið hafði verið upp á Place de la Republique í hjarta Parísar.

Sjálfboðaliðar reistu fimm hundruð blá tjöld á torginu, sem fljótlega fylltust af flóttafólki, flest Afganir. Tilgangurinn var að veita fólkinu skjól en það hafði viku fyrr verið rekið úr bráðabirgðabúðum í úthverfi borgarinnar án þess að annað úrræði væri í boði. 

Lögreglu bar að garð um það bil klukkustund eftir að fólkið hafði komið sér fyrir og tók til við að taka tjöldin niður meðan fólk var enn inni í þeim. „Þeir eru alltof harðir við okkur,“ segir Shahbuddin, 34 ára Afgani, „okkur vantar bara þak yfir höfuðið.“ Lögregla rak fólkið að lokum út á götur miðborgarinnar. 

Gerald Darmanin innanríkisráðherra Frakklands segir sér vera brugðið yfir framgangi lögreglunnar og krefst þess að fá skýrslu um málið. Ian Brossart, sem fer með málefni flóttamanna í borginni kenndi ástandinu í samfélaginu um viðbrögð lögreglu. 

Fjöldi flóttafólks hefur komið sér fyrir í og umhverfis Parísarborg og reist sér tjaldbúðir sem lögregla rífur niður innan fárra mánaða. Þúsundir fara frá París til Calais og reyna að koma sér fyrir í flutningabílum sem eru á leið yfir Ermarsund til Englands. Örfá reyna að lauma sér um borð í báta eða skip á leiðinni yfir sundið.