
Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans segir erfitt að leggja mat á hugsanlegar aukaverkanir af völdum bóluefna við Covid-19. Aukaverkanir komi oftast í ljós eftir að almenn bólusetning hefst.
Þýskt fyrirtæki sem haf keypt keypt jörðina Hjörleifshöfða áformar að nýta vikur úr Kötlu sem íblöndunarefni í sementsvinnslu.
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið formlega heimild til að hefja undirbúning að valdaskiptum í janúar. Stofnun sú sem hefur umsjón með því ferli hefur viðurkennt Biden sem sgurvegara kosninganna fyrr í þessum mánuði.
Skip á vegum loðnuútgerðarinnar hefur verið við rannsóknir undan Norðurlandi síðustu daga. Skipstjórinn segir að komin sé loðna þar upp á landgrunnið.
Veðurhorfur: Norðaustan átta til fimmtán metrar og dálítil snjókoma eða slydda norðan- og austanlands, en annars skýjað með köflum. Hiti eitt til sex stig suðaustanlands, en frost annars núll til fimm stig. Hægari norðlæg átt síðdegis, en lægir í kvöld og nótt og léttir til. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, fimmtán til tuttugu og þrír og slydda eða snjókoma þar undir kvöld en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning suðaustanlands, en Þurrt að kalla norðaustantil. Hlýnar í veðri.