Veðurstofa Ísland hefur gefið út gular viðvaranir fyrir morgundaginn og fimmtudaginn fyrir mestallt landið; á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Miðhálendinu, Ströndum og Norðurlandi vestra.
Spáð er suðaustanhríð á höfuðborgarsvæðinu annað kvöld og slæmri færð, ekki síst í efri byggðum. Á Suðurlandi hljóðar spáin upp á slyddu og snjókomu á Hellisheiði og í Þrengslum og við Faxaflóa mun ganga á með suðaustan með snjókomu og slyddu, einkum á fjallvegum á Snæfellsnesi.
Við Breiðafjörð og á Vestfjörðum er spáð suðaustan snjókomu og slyddu, einkum á fjallvegum og á Ströndum og Norðurlandi eystra er spáð snjókomu og skafrenningi einkum á Ströndum og á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði.