
Frans páfi þungorður í garð mótmælenda
Það fólk sem neiti að virða fjarlægðarmörk og berst gegn ferðatakmörkunum sé ekki fólkið sem mótmæli vegna andláts Floyds. „Að þurfa að bera grímu finnst þessu fólki vera ósanngjörn kvöð af hálfu ríkisins.“
Það fólk mótmæli ekki heldur aðstæðum barna í fátækrahverfum heimsins eða því að fjöldinn allur hafi misst lifibrauð sitt. Páfi er þungorður í bókinni sem heitir Let Us Dream og byggir á samtölum við Austin Ivereigh sem skrifaði ævisögu hans.
Bókin snýst að mestu um viðhorf Frans páfa til viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Hann segir þau sem mótmæli takmörkunum vegna faraldursins ófær um að horfa framhjá eigin hagsmunum.
Sömuleiðis segir páfi ríkisstjórnir, með örfáum undantekningum, hafa sett hagsmuni almennings í fyrirrúm í aðgerðum sínum. Víðast hafi fyrst og fremst verið afráðið að leggja áherslu á björgun mannslífa og verndun heilsu fólks.