
Vitnaleiðslu lýkur í dag eða á morgun
Réttarhaldið hófst klukkan níu í morgun en ekki má greina frá því hvað þar kemur fram fyrr en að skýrslutökum loknum.
Elsa María Drífudóttir fréttamaður fylgist með réttarhaldinu sem gert er ráð fyrir að ljúki í dag.
Sjö voru búin að gefa skýrslu þegar Elsa María ræddi við fréttastofu þeirra á meðal er umdæmislæknirinn á Vestfjörðum, kokkurinn um borð, vélstjóri og nokkrir hásetar.
Hún sagði vel geta verið að réttarhöldin klárist í dag en þó er möguleiki á að þau dragist fram til morgundagsins.
Lögfræðingarnir sjá um að spyrja
Lögfræðingar frá stéttarfélögum skipverjanna og frá útgerðinni sjá um að spyrja vitnin. „Þá eru þeir fyrst og fremst að spyrja um atburðarásina um borð í skipinu sem er tilgangur sjóprófsins og mikið er verið að fara í samskipti bæði innanborðs og svo við sóttvarnalækni til þess að varpa ljósi á það hvað gerðist þarna um borð,“ sagði Elsa María.