Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn á almannavarnarsviði ríkislögreglustjóra er kominn í sjö daga sóttkví eftir að COVID-19 smit greindist í nærumhverfi hans. Víðir fór í sýnatöku síðdegis og kom neikvæð niðurstaða nú í kvöld. Hann mun engu að síður fara í sóttkví, þar niðurstaða fæst úr síðari sýnatöku hans á sjöunda degi.