Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Víðir er kominn í sjö daga sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn á almannavarnarsviði ríkislögreglustjóra er kominn í sjö daga sóttkví eftir að COVID-19 smit greindist í nærumhverfi hans. Víðir fór í sýnatöku síðdegis og kom neikvæð niðurstaða nú í kvöld. Hann mun engu að síður fara í sóttkví, þar niðurstaða fæst úr síðari sýnatöku hans á sjöunda degi.

Frá þessu greinir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Þar segir að vegna tengsla og náinnar samvinnu hafi nánustu samstarfsmenn hans, auk Ölmu Möller, landlæknis og Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, einnig farið í sýnatöku. Niðurstaða þeirra reyndist einnig neikvæð.

Sjá einnig: Víðir kominn í sóttkví

Þetta  er í annað skiptið sem Víðir fer í sóttkví. Fyrra skiptið var í september þegar hann hafði umgengist smitaðan einstakling.