Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Með eitt mesta magn heróins sem fundist hefur á Íslandi

23.11.2020 - 14:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Pólskur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir smygl á 77 grömmum af heróíni og umtalsverðu magni af læknadópi. Gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt dregst frá refsingunni.

Héraðsdómur bendir á í dómi sínum að á árunum 2011 til 2019 hafi tollverðir á Keflavíkurflugvelli aðeins lagt hald á 38 grömm af heróíni. sem  sé mjög hættulegt og ávanabindandi efni.

Sama megi segja um það læknadóp sem maðurinn reyndi að smygla, það geti raunar reynst lífshættulegt sé of stór skammtur tekin eða án samráðs við læknis. 

 

Maðurinn var stöðvaður þegar hann kom til landsins frá pólsku borginni Wroclaw í byrjun september. 

Grunur vaknaði hjá tollvörðum um stórfelldan innflutning á fíkniefnum og við skoðun fannst poki með eiturlyfjum og áldós með miklu magni af lyfjum. 

Í skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir taldi maðurinn upp lyfin sem hann var með og sagðist halda að fíkniefnin væru annað hvort kókaín eða heróín. Hann hefði átt að flytja lyfin og efnin til landsins gegn loforði um greiðslu frá tilteknum manni. 

Við nánari athugun hjá Rannsóknarstofu Háskóla Íslands kom í ljós að fíknefnin voru heróín.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV