Southampton hefur leikið vel í haust og gat með sigri komist í þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliðunum Liverpool og Tottenham. Úlfarnir gátu með sigri skotist úr 12. sæti í 5.-7. sæti í jafnri deild.
Fyrri hálfleikur var markalaus en á 58. mínútu náði Southampton að brjóta ísinn. Theo Walcott skoraði af stuttu færi eftir sendingu Che Adams. Úlfarnir bættu í sóknina og uppskáru jöfnunarmark þegar Pedro Neto skoraði eftir að skot Raúl Jimenez fór í stöngina.
Lokatölur 1-1 og bæði lið á góðu róli í töflunni, Southampton í 5. sæti og Wolves í því níunda.