Jafnt hjá Southampton og Wolves

epa08838261 Raul Jimenez (L) of Wolverhampton in action against Jan Bednarek (R) of Southampton during the English Premier League soccer match between Wolverhampton Wanderers and Southampton FC in Wolverhampton, Britain, 23 November 2020.  EPA-EFE/Andrew Boyers / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Jafnt hjá Southampton og Wolves

23.11.2020 - 21:56
Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Wolves og Southampton skildu jöfn eftir mikla baráttu.

Southampton hefur leikið vel í haust og gat með sigri komist í þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliðunum Liverpool og Tottenham. Úlfarnir gátu með sigri skotist úr 12. sæti í 5.-7. sæti í jafnri deild.

Fyrri hálfleikur var markalaus en á 58. mínútu náði Southampton að brjóta ísinn. Theo Walcott skoraði af stuttu færi eftir sendingu Che Adams. Úlfarnir bættu í sóknina og uppskáru jöfnunarmark þegar Pedro Neto skoraði eftir að skot Raúl Jimenez fór í stöngina.

Lokatölur 1-1 og bæði lið á góðu róli í töflunni, Southampton í 5. sæti og Wolves í því níunda.