EM kvenna verður í Danmörku í desember

Mynd með færslu
 Mynd:

EM kvenna verður í Danmörku í desember

23.11.2020 - 14:08
EM kvenna 2020 átti að fara fram í Noregi og Danmörku í desember. Vegna harðra sóttvarnaraðgerða í Noregi verður mótið einungis haldið í Danmörku.

 

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, og danska handboltasambandið hafa náð samkomulagi við dönsk heilbrigðisyfirvöld um að halda Evrópumót kvenna í landinu í næsta mánuði.

Strangar sóttvarnaraðgerðir í Noregi gerðu það að verkum að Norðmenn sögðu sig frá mótshaldið í síðustu viku. Þá sátu Danir uppi með mótið og eftir að samkomulag náðist við heilbrigðisráðuneytið þar í landi er ljóst að Danir munu halda mótið þar sem heilbrigðisráðherra landsins, Magnus Heunicke, gaf grænt ljós í morgun. Sóttvarnirreglur á mótinu verða strangar en leikið verður í Herning og Koldin og hefst mótið þann 3.desember næstkomandi.

RÚV sýnir frá mótinu í beinni útsendingu á RÚV og RÚV 2.