Áhorfendur leyfðir í Bretlandi

epa05270695 Liverpool fans wave scarves and flags in the KOP stand during the English Premier League soccer match between Liverpool FC and Everton FC at Anfield in Liverpool, Britain, 20 April 2016. Liverpool won 4-0.  EPA/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 75 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA

Áhorfendur leyfðir í Bretlandi

23.11.2020 - 20:32
Allt lítur út fyrir það að Bretar fái bráðlega tækifæri til þess að mæta á knattspyrnuleiki sem áhorfendur. Sum félög koma þó til með að spila áfram fyrir luktum dyrum. Að hámarki 4000 manns mega mæta á leik.

Létt verður á takmörkunum í Bretlandi 2. desember en útgöngubann er m.a. eitthvað sem Bretland hefur gripið til í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn. Þetta tilkynnir Boris Johnson í yfirlýsingu sinni í dag á afléttingum aðgerða.

Fyrsta skrefið að hleypa áhorfendum aftur inn á vellina er að gera það í litlum skrefum, þau lið sem eru í borgum þar sem smittíðni er lítil fá að hámarki að koma 4000 manns inn á vellina sína. 

Á meðan lið eins og Liverpool og Manchester eru ekki jafn vel stödd en þar verður áfram áhorfendabann sökum þess að borgirnar eru ennþá titlaðar sem áhættusvæði.