Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

3 ný smit – ekki jafn fá sýni tekin síðan í júní

23.11.2020 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Þrír greindust með kórónuveiruna í gær, samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Tveir voru í sóttkví. Ekki hafa verið tekin jafn fá sýni síðan um miðjan júní eða rúmlega fimm hundruð. Nú eru aðeins 198 í einangrun og 220 í sóttkví. 45 eru á sjúkrahúsi og þar af eru 2 á gjörgæslu.
 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV