Vandræði Koeman halda áfram

epa08834885 Barcelona's striker Leo Messi reacts during the Spanish LaLiga soccer match between Atletico de Madrid and FC Barcelona at Wanda Metropolitano stadium in Madrid, Spain, 21 November 2020.  EPA-EFE/JUANJO MARTIN
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Vandræði Koeman halda áfram

22.11.2020 - 09:22
Atletico Madríd og Barcelona mættust í stórleik umferðarinnar í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Barcelona undir stjórn Ronald Koeman hefur ekki náð sér á strik í deildinni og sat liðið fyrir leikinn í tíunda sæti deildarinnar.

Það ætlar ekkert að ganga upp hjá lærisveinum Ronald Koeman í Katalóníu. Liðið heimsótti Atletico Madríd í gær, staðráðnir í að ná í fjórða sigurinn í deildinni í átta leikjum en Barcelona ekki byrjað svona illa í áraraðir.

Yannick Carrasco skoraði mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom Madrídingum yfir. Þannig var staðan allt til loka leiksins og enn eitt tap Barcelona á leiktíðinni staðreynd.

Barcelona því enn í 10.sæti, níu stigum frá Real Madríd sem situr í toppsæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa gert 1-1 jafntefli við Villareal í dag.