Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Spænskir bankar sameinast

22.11.2020 - 05:27
Erlent · Bankar · Barcelona · COVID-19 · Evrópa · Fjármál · Spánn
epa08825091 An exterior view of the front door of BBVA bank in Bilbao, Basque Country, northern Spain on 17 November 2020. BBVA and Sabadell bank are currently in conversation for a potential merger that would create a bank of 963 billion euro in global assets and would be the second largest bank in Spain after the merger of CaixaBank and Bankia. BBVA announced yesterday the sale of its US branch, PNC for 9,700 million euro.  EPA-EFE/LUIS TEJIDO
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Undanfarnar vikur og mánuði hafa nokkrir bankar á Spáni sameinast, til að mynda sameinuðust Caixa og Bankia í september en hinn sameinaði banki verður sá stærsti í landinu.

Síðastliðinn mánudag tilkynnti BBVA, næst stærsti banki Spánar mögulegan samruna við þann fimmta stærsta Banco Sabadell. Sá sameinaði banki yrði áfram næst-stærstur.

Liberbank og Unicaja hafa verið í viðræðum um sameiningu frá því í október. Sameining banka er ekkert nýtt á Spáni en eftir efnahagshrunið 2008 runnu tugir smærri lánastofnana saman við stærri einingar.

Xavier Vives við Viðskiptaháskólann í Barcelona segir í samtali við AFP fréttastofuna að sameiningarnar nú séu til að verjast vandræðum í framtíðinni. Þó segir hann ágóða af bankastarfsemi ekki mikinn á tímum kórónuveirukreppunnar, enda erfitt að græða þegar vextir eru neikvæðir. 

Jafnramt standa hefðbundnir bankar frammi fyrir harðri samkeppni frá bönkum sem eingöngu starfa á netinu og bjóða ekki upp á kostnaðarsama þjónustu á borð við útibúanet.