Snjómugga, snjókoma og él í kortunum

22.11.2020 - 07:28
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægum vindi á landinu í dag og víða þurrviðri. Þó má búast við snjómuggu sums staðar suðaustanlands.

Á morgun nálgast lægð úr suðri, henni fylgir ákveðin norðaustanátt með dálítilli snjókomu eða éljum á Austurlandi, en bjartviðri vestanlands. Frost yfirleitt að fimm stigum.

Á þriðjudag er útlit fyrir norðanátt með éljum fyrir norðan og austan, en vaxandi sunnanátt seint á miðvikudag og rigningu eða slyddu vestantil á landinu um kvöldið.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV