Ljósadýrð yfir Biskupstungum í gærkvöldi

22.11.2020 - 20:33
Mynd með færslu
 Mynd: Teitur Atlason
Óvenjuleg ljós prýddu himininn yfir Biskupstungum í gærkvöldi. Fréttastofu bárust ljósmyndir af þeim og Trausti Jónsson veðurfræðingur segir ljóspílurnar vera speglun ljóss í smágerðri úrkomu eða ískristöllum.

„Í þessu tilviki er ljósið úr gróðurhúsunum á svæðinu eða einhverjum öðrum mjög sterkum ljósgjöfum,“ segir Trausti. Hann segir speglun sem þessa mun algengari á síðari árum en áður, hér á landi og erlendis. Það skýrist af breyttum ljósgjöfum, ekki breytingum í skýjafarinu.

„Þetta verður hvað skýrast í mjög hægum vindi og þegar lega mjög margra kristalla er svipuð. Því sterkari sem ljósgjafinn er því betur sést þetta, samanber ljóssúluna í Viðey, þar þarf ekki einu sinni kristalla til heldur aðeins einhverjar agnir, stórar eða smáar eða dropa,“ segir Trausti. 

Mynd með færslu
 Mynd: Teitur Atlason
Mynd með færslu
 Mynd: Teitur Atlason
Mynd með færslu
 Mynd: Teitur Atlason
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV