Leyfa einstofna mótefnameðferð gegn COVID-19

epa08831966 A United States Food and Drug Administration (FDA) sign is seen at the White Oak campus in Silver Spring, Maryland, USA, 20 November 2020. Pfizer Inc. and BioNTech SE are seeking authorization from regulators at the FDA to use their COVID-19 vaccine.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið neyðarleyfi til að beita svokallaðri einstofna mótefnameðferð gegn COVID-19.

Donald Trump Bandaríkjaforseti undirgekkst þess háttar meðferð í október síðastliðnum en hún var þá á tilraunastigi hjá líftækni- og lyfjarisanum Regeneron.

Stephen Hahn yfirmaður Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) segir leyfið veitt til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Göngudeildarsjúklingar gætu mögulega komist hjá sjúkrahúsinnlögn fengju þeir meðferðina.