Everton aftur á sigurbraut

epa08835680 Dominic Calvert-Lewin of Everton (L) tries a long range shot during the English Premier League soccer match between Fulham FC and Everton FC in London, Britain, 22 November 2020.  EPA-EFE/Julian Finney / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Everton aftur á sigurbraut

22.11.2020 - 14:13
Enska knattspyrnuliðið Everton rétti úr kútnum eftir dapurt gengi undanfarið með því að vinna Fulham á útivelli. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðasta korterið fyrir Everton.

Eftir draumabyrjun Carlo Ancelotti og lærisveina hans á þessari leiktíð fór að halla undan fæti fyrir landsleikjahlé. Hans menn mættu þó gíraðir til leiks og kom Dominic Calvert-Lewin þeim yfir á 1. mínútu leiksins. Bobby Reid jafnaði metin fyrir Fulham á 15. mínútu, Everton svaraði því marki með tveimur mörkum og breytti stöðunni 3-1 sér í vil og þannig var staðan í hálfleik.

Ruben Loftus-Cheek klóraði í bakkann fyrir nýliðana þegar skammt var eftir og þannig enduðu leikar. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á á 76. mínútu fyrir Everton. Lokatölur 3-2 Everton í vil sem kemur sér aftur á beinu brautina. Liðið er sem stendur í 6.sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir Tottenham sem er í efsta sætinu.