Fótboltavertíðinni í Svíþjóð er nú lokið og þá veitir Aftonbladet í Svíþjóð verðlaun ár hvert yfir þá sem þóttu skara fram úr.
Í ár var það Elísabet Gunnarsdóttir sem hreppti hnossið. Hún stýrir liði Kristianstad sem endaði í þriðja sæti deildarinnar og kom sér þ.a.l. í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið var tveimur stigum frá Rosengård sem var í öðru sæti en Gautaborg vann deildina með yfirburðum.
Årets tränare i damallsvenskan: Elísabet Gunnarsdóttir, Kristianstad. Stort grattis! pic.twitter.com/GZeJME02X2
— Sportbladet (@sportbladet) November 22, 2020
„Maður hefði kannski trúað að verðlaunin færu til Gautaborgar sem unnu deildina, en við höfum gert það gott líka og ég tek það ekki af okkur. Ég deili þessum verðlaunum með frábæra þjálfarateyminu,“ sagði Elísabet í samtali við Aftonbladet þegar hún tók á móti verðlaununum. Elísabet hefur þjálfað lið Kristianstad síðan 2009.
Glódís Perla Viggósdóttir varnarmaður Rosengård var tilnefnd sem varnarmaður ársins en Natalia Kuikka leikmaður Gautaborgar vann þau verðlaun.