Bruno allt í öllu í sigri Manchester United

epa08834866 Bruno Fernandes of Manchester United misses the penalty which later was repeated during the English Premier League soccer match between Manchester United and West Bromwich Albion in Manchester, Britain, 21 November 2020.  EPA-EFE/Cath Ivill / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Bruno allt í öllu í sigri Manchester United

22.11.2020 - 09:50
Manchester United og West Bromwich Albion mættust í lokaleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bruno Fernandes reyndist enn og aftur hetja United.

Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleik liðanna og staðan markalaus að honum loknum. Í seinni hálfleik dró til tíðinda þegar Manchester United fékk vítaspyrnu eftir að Darnell Furlong hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Stuttu áður hafði vítaspyrna verið dæmd á Bruno Fernandes en myndbandsdómarakerfið breytti dómnum og leikurinn hélt áfram.

Bruno sjálfur fór á punktinn fyrir Man.Utd hinu megin og tókst ekki að setja boltann í netið, myndbandsdómarakerfið tók þá aftur til sinna ráða og gaf Bruno annað tækifæri á vítapunktinum þar sem markvörður gestanna fór af línunni, og í seinna skiptið brást honum ekki bogalistin.

1-0 og þannig enduðu leikar, Manchester færir sig upp í níunda sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Tottenham sem vann erkifjendur United fyrr í dag.