5 smit innanlands í gær – allir í sóttkví

22.11.2020 - 11:03
Heimahjúkrun á Akureyri í covid sýnatöku í heimahúsi
 Mynd: Gunnlaugur Starri Gylfason - RÚV
Fimm smit greindust innanlands í gær og allir sem greindust voru í sóttkví. Þetta er í fyrsta sinn frá 11. september sem ekkert smit greinist utan sóttkvíar.

323 sýni voru tekin innanlands í gær sem eru helmingi færri en í fyrradag. Nýgengi innanlandssmita er 43,6 og heldur því áfram að lækka. 

11 greindust á landamærunum og sjö þeirra sem greindust þar bíða enn niðurstöðu úr mótefnamælingu. Þrjú eru virk og eitt óvirkt. 

205 eru í einangrun og aðrir 205 í sóttkví. 49 liggja á sjúkrahúsi með COVID-19 og tveir á gjörgæslu.