15 smit í gær – 13 í sóttkví

21.11.2020 - 11:08
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
15 smit greindust innanlands í gær. Það er mesti fjöldi smita undanfarna viku. Af þeim voru 13 í sóttkví við greiningu. Tvö smit greindust við landamærin og beðið er mótefnamælingar úr einu sýni til viðbótar.

Nýgengi smita er komið í 45.8 og heldur áfram að lækka. 52 eru á sjúkrahúsi vegna veirunnar og þrír á gjörgæslu. 224 eri í einangrun og 217 eru í sóttkví. Í gær voru tekin 750 sýni innanlands sem er svipað og seinustu daga.

 
bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV