Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Tröllaskagahólf orðið sýkt sóttvarnarhólf

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Í kjölfar riðusmita í Skagafirði undanfarið hefur Matvælastofnun skilgreint Tröllaskagahólf sem sýkt svæði. Hólfið hefur verið riðulaust fram til þessa. Riða má ekki greinast þar í 20 ár svo að það teljist riðufrítt.

Riða hefur greinst á fimm bæjum í Skagafirði og búið er að skera stóran hluta bústofnsins á flestum þeirra. Í dag verður seinni helmingur bústofnsins á Grænumýri skorinn. Matvælastofnun sendi í morgun frá sér tilkynningu um breytta skilgreiningu Tröllaskagahólfs.

Óheimilt er nú að flytja lifandi sauðfé á fæti á milli hjarða. Þá er einnig óheimilt að flytja hvaðeina sem borið getur smitefni eins og hey, hálm, húsdýraáburð, þökur, ull, tækjabúnað og fleira nema að fengnu leyfi héraðsdýralæknis. 

Fyrir voru sex varnarhólf sýkt, það eru Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Suðurfjarðahólf, Hreppa, Skeiða- og Flóahólf og Biskupstungnahólf. 

Nánar má lesa um riðu á vefsíðu Matvælastofnunar.