Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Nancy Pelosi áfram leiðtogi Demókrata í þinginu

Speaker of the House Nancy Pelosi, D-Calif., speaks to the media at a news conference on Capitol Hill in Washington, Thursday, May 2, 2019. AP Photo/J. Scott Applewhite)
Nancy Peloci, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Mynd: AP
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, verður áfram leiðtogi Demókrataflokksins í þinginu. Líklegt þykir að hún verði endurkjörin forseti þingsins í janúar.

Engin bauð sig fram gegn Pelosi sem segist hlakka til að vinna með nýjum forseta og varaforseta. Atkvæðagreiðslan fór fram með stafrænum hætti.

Hún heitir því að takast af krafti á við kórónuveirukreppuna og sjá til þess að Bandaríkjamenn hafi aðgang að heilsugæslu og búi við fjárhagslegt öryggi. Sömuleiðis kveður hún málefni dómstóla og loftslagsvána vera aðkallandi úrlausnarefni. 

Joe Biden óskaði Pelosi til hamingju með kjörið og kveðst taka undir með henni varðandi helstu úrlausnarefnin í bandarískum stjórnmálum næstu ára. Pelosi hefur verið leiðtogi flokksins síðan 2003 og er einhver valdamesta konan í sögu fulltrúadeildar þingsins. 

Formleg atkvæðagreiðsla um forsetastólinn í fulltrúadeildinni fer fram í janúar næstkomandi, skömmu áður en Joe Biden tekur við forsetaembættinu. Pelosi þykir afar sigurstrangleg þrátt fyrir að útlit sé fyrir að meirihluti Demókrata í þinginu hafi minnkað eftir kosningarnar 3. nóvember síðastliðinn.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV