Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Iota veldur dauða og eyðileggingu

19.11.2020 - 05:09
epa08828574 Aerial view of the of flooding in the Planeta La Lima zone, Honduras, 18 November 2020. Hurricane Iota, has left six dead in Honduras.  EPA-EFE/Jose Valle
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Nú eru yfir þrjátíu látin af völdum fellibylsins Jóta sem geisar um Mið-Ameríku aðeins tveimur vikum eftir að fellibylurinn Eta olli stórtjóni á sömu slóðum.

Níkaragva hefur orðið verst úti af völdum Jóta en þar eru átján látin, þar af tvö börn. Þar í landi og í Hondúras þurftu þúsundir að að yfirgefa heimili sín á flótta undan veðurhamnum.

Fellibylnum fylgir mikil úrkoma, flóð og skriðuföll. Tré hafa fallið, þök svipst af húsum og bryggjur brotnað í spón eða borist á haf út. Á þessu ári hafa þrjátíu ofsaveður og þrettán fellibyljir farið með eyðileggingu um Atlantshafið.