Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Segir ólguna á stjórnarheimilinu hafa aukist

18.11.2020 - 23:51
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Ólgan á stjórnarheimilinu hefur aukist undanfarið vegna ákvörðunar um að leyfa sóttvarnaryfirvöldum að stýra ferðinni og hefur Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagt að hans eigin ríkisstjórn sé að beita þjóðina alræði. Þetta sagði Sara Elísa Þórðardóttir þingmaður Pírata í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Hún segir að COVID muni skilja eftir sig sviðna jörð. Ríkisstjórnin verði að taka sig á.

 

„Nú væri skynsamlegt að stjórnin kæmi sér saman um stefnu og nálgun. Komi skútunni á kúrs og eyði orkunni í að hjálpa þeim sem eiga á hættu að falla frá borði,“ sagði Sara Elísa.

Hún lagði til að meirihlutinn fyndi „rifrildismálum sínum farveg“. 

„Leysi úr þeim og setji fram vandaðar sviðsmyndir út frá heildarsamhengi samfélagsins, sem hún starfar tímabundið í umboði fyrir, í stað þess að láta alla þjóðina mara í hálfu kafi með sér eins og staðan er nú,“ sagði Sara Elísa á Alþingi í dag. 

 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV