Hús á kóilumbísku eynni San Andres illa laskað eftir að tré féll á það í óveðrinu. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Að minnsta kosti níu hafa farist af völdum óveðurslægðarinnar Iota á leið hennar yfir Mið-Ameríku.
Þar af fórust sex í Níkaragva þar sem lægðin kom að landi í fyrradag sem fimmta stigs fellibylur. Þá varð manntjón á eyjum sem tilheyra Kólumbíu austur af Níkaragva og í Panama.
Dregið hefur verulega úr vindhraða, en gríðarleg rigning fylgir lægðinni og hætta á flóðum og aurskriðum.
Lægðin fór yfir Hondúras í nótt, en þar höfðu verið gerðar ráðstafanir til að takmarka tjón, meðal annars með því að loka vegum og brúm. Í Hondúras og Níkaragva höfðu um 100.000 verið flutt í öruggt skjól áður en óveðrið skall á.