Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Manntjón í óveðrinu í Mið-Ameríku

18.11.2020 - 07:46
A tree lays on a house after it was felled by the winds of Hurricane Iota on San Andres island, Colombia, Tuesday, Nov. 17, 2020. Iota moved over the Colombian archipelago of San Andres, Providencia and Santa Catalina, off Nicaragua's coast, as a Category 5 hurricane. (AP Photo/Christian Quimbay)
Hús á kóilumbísku eynni San Andres illa laskað eftir að tré féll á það í óveðrinu. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Að minnsta kosti níu hafa farist af völdum óveðurslægðarinnar Iota á leið hennar yfir Mið-Ameríku.

Þar af fórust sex í Níkaragva þar sem lægðin kom að landi í fyrradag sem fimmta stigs fellibylur. Þá varð manntjón á eyjum sem tilheyra Kólumbíu austur af Níkaragva og í Panama. 

Dregið hefur verulega úr vindhraða, en gríðarleg rigning fylgir lægðinni og hætta á flóðum og aurskriðum.

Lægðin fór yfir Hondúras í nótt, en þar höfðu verið gerðar ráðstafanir til að takmarka tjón, meðal annars með því að loka vegum og brúm. Í Hondúras og Níkaragva höfðu um 100.000 verið flutt í öruggt skjól áður en óveðrið skall á.