Ísland mætir Englandi á Wembley

Ísland mætir Englandi á Wembley

18.11.2020 - 19:15
Síðasti leikur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Þjóðardeildinni er í kvöld. Andstæðingarnir og leikvöllurinn eru ekki af verri endanum, Englendingar taka á móti okkur á hinum sögufræga Wembley leikvangi.

Töluverðar breytingar hafa orðið á íslenska hópnum frá því í síðasta leik gegn Danmörku en stefnan er sem áður sett á sigur. Þetta er kveðjuleikur sænska þjálfarans Erik Hamrén með liðið, ekki er ljóst hver tekur við.

Hægt er að hlusta á beina útvarpslýsingu af leiknum í spilaranum hér fyrir ofan. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson lýsir. Leikurinn hefst 19:45.