Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Slátra 25.000 jóskum hænum vegna fuglaflensusmits

17.11.2020 - 01:21
epa05637174 A laying hen inside a hen house at a chicken farm of Major Ltd. in Rackeve, 49 kms south of Budapest, Hungary, 18 November 2016, where nearly one hundred thousand hens are raised by closed tecnology. Protective measures against bird flu was introduced nationwide to prevent any possibility of wild birds coming into contact with farmed birds.The national chief veterinary ordered that all farmers keep poulty indoors in Bacs-Kiskun, Bekes and Csongrad counties.  EPA/SZILARD KOSZTICSAK HUNGARY OUT
 Mynd: epa
25.000 hænum á hænsnabúi í Randers á Jótlandi verður slátrað þar sem fuglaflensa greindist í nokkrum fuglum á búinu. Veiran, H5N8, hefur ekki fundist í eldisfuglum í Danmörku síðan 2006, segir í frétt Danmarks Radio, en nokkrum sinnum í villtum fuglum. Ekki er vitað hvernig smitið barst í hænurnar á búinu en unnið að því hörðum höndum að reyna að rekja það til uppruna síns, til að freista þess að hindra frekari útbreiðslu.

Lars Erik Larsen, prófessor við dýralækningadeild Kaupmannahafnarháskóla, segir mikla hættu á að fuglaflensan breiðist út og þess vegna mikilvægt að greina hvaðan og hvernig hún barst inn á búið.

Fuglaflensa skýtur upp kollinum víða í Evrópu

Belgísk yfirvöld fyrirskipuðu um helgina öllum alifuglaræktendum og öðrum fuglaeigendum að halda fiðurfé sínu innilokuðu í nánustu framtíð, eftir að fuglaflensa greindist í þremur fuglum í belgísku fuglafriðlandi. Fuglaflensa gaus upp í Rússlandi og Kasakstan í sumar og hefur hennar orðið vart á nokkrum stöðum í Vestur-Evrópu í haust, meðal annars í Frakklandi, Hollandi, Þýskalandi og Englandi. auk Belgíu og Danmerkur.