Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Knattspyrnuhetjan sem stjórnvöld hlusta á

Marcus Rashford, fótboltamaðurinn sem hefur barist ötullega gegn fátækt á Bretlandi. - Mynd: EPA / EPA

Knattspyrnuhetjan sem stjórnvöld hlusta á

17.11.2020 - 22:48
Marcus Rashford, 23 ára leikmaður Manchester United, hefur hlotið mikið lof fyrir að láta að sér kveða í málefnum fátækra barna. Hann þekkir fátækt af eigin raun og hefur barátta hans tvívegis leitt til stefnubreytingar hjá breskum stjórnvöldum.

Rashford er fæddur árið 1997 í úthverfi Manchester-borgar. Hann er framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manhcester United og hefur talað opinskátt um að hafa sjálfur alist upp við fátækt. Börn frá efnalitlum heimilum í Bretlandi frá ókeypis skólamáltíðir - fyrir sumarið varð barátta Rashford til þess að ríkisstjórnin breytti um stefnu og samþykkti að börn sem reiddu sig á fríar máltíðir í skólanum fengju líka mat í sumarfríinu. Fyrir vikið hlaut hann heiðursorðu Elísabetar Englandsdrottningar. 

Hefur líka lent á milli tannana á fólki

Og Rashford hélt baráttunni áfram nú í haust. Vikum saman þráuðust stjórnvöld við að samþykkja matarmiða fyrir börn í skólafríum en aftur breytti stjórnin um stefnu og samþykkti málið 8. nóvember. Fyrir þetta hefur Rashford lent á milli tannanna hjá einstaka þingmönnum Íhaldsflokksins og pressunni sem er flokknum hliðholl. Hann gefur lítið fyrir mótlætið og segir ljóst að þeir sem gagnrýni framtakið þekki ekki fátækt af eigin raun. 

Í dag var svo tilkynnt um herferð bókaútgáfufyrirtækis í samstarfi við Rashford sem miðar að því að auka aðgengi barna að bókum. Rashford segir að vitað sé um hundruð þúsunda barna í Bretlandi sem aldrei hafi átt bók og því þurfi að breyta. 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Standa með Rashford