Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Fuglaflensa greinist í Belgíu

15.11.2020 - 07:34
epa08391363 A view of chicken at a poultry farm in Winkel, the Netherlands, 29 April 2020. Chickens from poultry farms in the Netherlands are allowed to go outside again after farmers had to temporarily keep their birds indoors following the discovery in Germany of bird flu on a farm near Groningen (Dutch northern province) border, media reported.  EPA-EFE/OLAF KRAAK
 Mynd: epa
Belgísk yfirvöld hafa fyrirskipað öllum alifuglaræktendum og öðrum fuglaeigendum að halda fiðurfé sínu innilokuðu í nánustu framtíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá matvælastofnun Belgíu. Ástæðan er sú að fuglaflensa af stofninum H5N8 greindist í þremur fuglum sem héldu til í belgísku fuglafriðlandi.

Fuglaflensa gaus upp í Rússlandi og Kasakstan í sumar og hefur hennar orðið vart á nokkrum stöðum í Vestur-Evrópu í haust, meðal annars í Frakklandi, Hollandi, Þýskalandi, Englandi og Danmörku. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV