Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum svikahröppum sem hafa komið fram í nafni Páls Óskars í þeim tilgangi að hafa fé af fólki og fá um það persónulegar upplýsingar. Í færslu á facebook-síðu embættisins segir að dæmigert sé að nota jafn viðkunnanlegan mann og Pál Óskar í þessum tilgangi.