Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Landspítali undirbýr afléttingu neyðarstigs

Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Landpítali hefur hafið undirbúning að afléttingu neyðarstigs sem var lýst yfir 25. október. Stefnt er að því að færa spítalann á hættustig á morgun. Þetta er gert í kjölfar mats viðbragsstjórnar og farsóttanefndar spítalans um að tök hafi náðst á hópsmitinu sem kom upp á Landakoti og að spítalinn sé í stakk búinn að starfa á hættustigi.

Þetta kemur fram á vef Landspítala.

Þar er hættustig skilgreint með eftirfarandi hætti: „Orðinn atburður sem kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Fjöldi þolenda af þeirri stærðargráðu að aukið álag skapast á ýmsar deildir. Áfram eru því í gildi allar takmarkanir og ítrustu varúðarráðstafanir skv. gildandi reglum og leiðbeiningum um sýkingavarnir,“ segir í skilgreiningu Landspítala á hættustigi.