Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, er látinn 65 ára að aldri. Fatah-samtökin greindu frá þessu í morgun.
Erekat greindist með COVID-19 fyrir rúmum mánuði. Hann var um árabil einn helsti talsmaður Palestínumanna og tók þátt í nær öllum friðarviðræðum við Ísrael frá árinu 1991.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, minntist Erekats í morgun og sagði dauða hans mikið áfall fyrir Palestínumenn.