Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Saeb Erekat látinn

10.11.2020 - 10:14
Erlent · Asía · Palestína
epa08757430 (FILE) - The Chief of the Palestinian Liberation Organisation's (PLO) Steering and Monitoring Committee, Saeb Muhammad Salih Erekat, delivers a lecture about the strategy following the collapse of the Palestinian Negotiations at the National Library, Kuwait City, Kuwait , 28 October 2014 (reissued 19 October 2020). The Hadassah Medical Center, located in Jerusalem, on 19 October 2020 said Saeb Erekat, 65, was in critical condition and placed on ventilator after he was transferred with Covid-19 to the hospital from Jericho, his home town in the West Bank on Sunday, 18 October 2020.  EPA-EFE/RAED QUTENA
Saeb Erekat. Mynd: EPA-EFE - EPA
Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, er látinn 65 ára að aldri. Fatah-samtökin greindu frá þessu í morgun.

Erekat greindist með COVID-19 fyrir rúmum mánuði. Hann var um árabil einn helsti talsmaður Palestínumanna og tók þátt í nær öllum friðarviðræðum við Ísrael frá árinu 1991.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, minntist Erekats í morgun og sagði dauða hans mikið áfall fyrir Palestínumenn.
 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV