Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

13 smit innanlands í gær og fimm þeirra voru í sóttkví

08.11.2020 - 11:02
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ljósmynd
13 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamærin, tveir greindust með mótefni þar og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnum.

Alls voru tekin 608 sýni innanlands í gær og 482 við landamæraskimun 1 og 2.

78 eru nú á sjúkrahúsi með COVID-19, sem er sami fjöldi og í gær. Fjórir eru á gjörgæslu með sjúkdóminn.

634 eru nú í einangrun, 1.046 í sóttkví og 1.097 í skimunarsóttkví.

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og er nú 151,3 en var 164,2 í gær. 

 
annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir