Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Ekki refsað fyrir grímulausan fögnuð

epaselect epa08779671 Los Angeles Dodgers player Justin Turner (C, bottom in red beard), who Major League Baseball announced had been removed during the game after a Covid positive test, poses with teammates on field with the Commissioner's Trophy after defeating the Tampa Bay Rays in Major League Baseball's World Series Game six to win the World Series at Globe Life Field in Arlington, Texas, USA, 27 October 2020. The Dodgers win the best-of-seven series 4-2.  EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO
 Mynd: EPA

Ekki refsað fyrir grímulausan fögnuð

07.11.2020 - 14:00
Leikmanni LA Dodgers í bandarísku MLB deildinni verður ekki refsað fyrir að hafa fagnað meistaratitli liðsins án grímu eftir að hann greindist með COVID-19 á meðan að leiknum stóð.

Afar undarleg atburðarás átti sér stað þegar að LA Dodgers tryggðu sér sigurinn í úrslitaeinvíginu gegn Tampa Bay Rays. Á meðan að leikurinn var í fullum gangi fékk Justin Turner, leikmaður LA Dodgers, þau skilaboð að hann hefði greinst með COVID-19 og var honum gert að yfirgefa völlinn. 

Eftir að leikurinn var búinn fögnuðu leikmenn LA Dodgers fyrsta meistaratitli liðsins síðan árið 1988. Athygli vakti að Justin Turner var þá mættur út á völl að fagna með liðsfélögum sínum og var hann þá einnig búinn að fjarlægja grímuna sína. Turner baðst strax afsökunar á athæfi sínu og sagðist hafa talið að völlurinn væri tómur og hann hefði fengið leyfi til að fara aftur út á völl til að taka eina mynd með eiginkonu sinni. Þegar hann kom út á völl hefðu liðsfélagar hans hins vegar tekið fagnandi á móti honum. 

Framkvæmdastjóri deildarinnar, Robert Manfred, hefur nú gefið út að deildin muni ekki aðhafast frekar í máli Turner. Það hafi verið á ábyrgð deildarinnar að tryggja að Turner yrði keyrður aftur á hótelherbergi sitt þar sem hann átti að fara í einangrun og þá hefðu vallarstarfsmenn einnig átt að koma þeim skilaboðum til hans að honum væri óheimilt að fara aftur út á völl til að fagna. 

Eins og aðrar stórar íþróttadeildir í Bandaríkjunum varð hafnarboltinn fyrir miklum skakkaföllum og hvert lið spilaði aðeins 60 leiki í deildinni í stað þeirra 162 eins og upphaflega áttu að vera. Úrslitakeppnin fór svo nánast öll fram í Arlington í Texas þar sem leikmenn deildarinnar voru í algjörri einangrun.