Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

19 smit greindust innanlands í gær - 78 á sjúkrahúsi

06.11.2020 - 10:55
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
19 ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í gær. Þar af voru 12 í sóttkví. Þrjú virk smit greindust við landamærin og fjórir bíða niðurstöðu mótefnamælingar þar. Nýgengi heldur áfram að lækka og er nú 177,8.

735 eru nú í einangrun, 78 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu vegna veikinnar. Í gær var 71 á sjúkrahúsi vegna COVID-19.

Alls voru 1.296 sýni greind eftir innanlandsskimun í gær og 485 landamærasýni. Nú eru  greind smit hér á landi orðin 5.039.