Íslendingar svartsýnir og bugaðir á samfélagsmiðlum

Mynd með færslu
 Mynd: EPA-EFE/ energepic.com - EPA Images / Pexels

Íslendingar svartsýnir og bugaðir á samfélagsmiðlum

04.11.2020 - 10:42
Það er mun mjórra á munum í bandarísku forsetakosningunum en spár gerðu ráð fyrir og svo gæti farið að Donald Trump haldi forsetaembættinu í fjögur ár til viðbótar. Íslendingar á samfélagsmiðlinum Twitter virðast upp til hópa afar ósáttir með stöðuna og örlar á bæði örvæntingu og depurð hjá þeim sem tjá sig.

RÚV hefur fylgst náið með úrslitum forsetakosninganna í alla nótt en hér má sjá stöðuna uppfærða eftir því sem líður á talningu atkvæða. 

Íslendingar á Twitter virðast hafa mikinn áhuga á úrslitum kosninganna en í alla nótt hefur fólk keppst við að tísta viðbrögðum sínum í rauntíma. Hér á eftir fylgja nokkur af þeim tístum sem lýsa því vel hvaða áhrif kosningarnar eru að hafa á tilfinningalíf fólks. 

2020 reynst hræðilegt ár

Bryndís Gunnlaugsdóttir er búin að fá sig fullsadda af öllu því sem riðið hefur yfir á árinu

Sérstaklega þungbært að vakna í morgun

Margir voru á því að morguninn hefði ekki beinlínis verið sá bjartasti. 

 

Aðrir fóru ekkert að sofa

 

Vantar stuð í þetta

Svo eru það þeir sem vilja sjá meiri afþreyingu í kosningasjónvarpinu. Það er svo sem óhætt að taka undir þá kröfu.