Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Metfjöldi sjúkraflutninga í október

Mynd með færslu
 Mynd: Rauði krossinn
Sjúkrabílar hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru boðaðir í 30% fleiri útköll í október, samanborið við sama mánuð í fyrra.

Á Facebook-síðu slökkviliðsins er farið yfir nýliðinn októbermánuð, sem var um margt áhugaverður vegna kórónuveirunnar og jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. 

Heildarfjöldi útkalla sjúkrabíla var 3.351 í október, sem er met, en til samanburðar voru útköllin 2.582 í sama mánuði í fyrra. 

„Við erum alveg fylgjandi allskonar metum en finnst ekki endilega málið að slá þetta met á næstunni,“ segir í færslu slökkviliðsins.

Mynd með færslu
 Mynd: Slökkviliðið á höfuðborgar
Sjúkraflutningar í október 2019 og 2020.